Takk fyrir skemmtilega síðastliðna viku og sérstaklega þáttinn um gervigreindartónlistina! Það er efni sem ég hef mjög gaman af því að velta fyrir mér, eins og sést af þessari langloku hér fyrir neðan.
Nú er ég ekki búinn að lesa facebook þráðinn svo eflaust er ég að endurtaka einhverjar pælingar þaðan en það er gaman að þið hafið búið hérna til umræðuvettvang fyrir efni þáttarins svo ég gríp tækifærið. Eins og þetta blasir við mér er tvennt sem stendur upp úr og í vegi fyrir því að gervigreindar(tón)list geti staðið jafnt mennskri (tón)list. Annars vegar það hve (enn sem komið er a.m.k.) ótrúlega andlaus og ófrumleg gervigreindarsköpuð tónlist er. Ég bað Suno um að skapa fyrir mig "A classical clarinet solo piece with piano accompaniment and some electronic components. It should be inspired by mid-century experimental electronic music but also contain some wholly original ideas". Bókstaflega ekkert af þessu kom fram og lagið varð bara einhver instrumental metall. Sérstaklega varð ég ekki var við "wholly original ideas" partinn, enda er gervigreind svo gott sem ófær um nokkuð algjörlega frumlegt. Hún er hönnuð til að spá fyrir um hvað kemur næst út frá því hvað gögnin sem hún er þjálfuð á segja að passi. Sem er akkúrat öfugt við það að vera frumlegur, þar sem markmiðið er einmitt að gera það sem passar ekki við það sem kom á undan, þangað til það gerir það.
Og þegar gervigreindin gerir eitthvað sem hægt er að kalla frumlegt er það alltaf bara litlir bútar af tilviljunum. Partur af laglínu sem hljómar áhugaverð, nú eða lítill textabútur: "Hjartað er til leigu aftur". Gervigreindin veit ekki að hún gerði nokkuð frumlegt. Oft er hún í raun að gera mistök en hún veit ekki að hún gerði mistök og veit ekki að mistökin eru áhugaverð. Rétt eins og þegar elsku íslenska ChatGBT dreifir nýyrðum um textann sinn eins og kókos á skúffuköku. Hún ætlaði ekki að búa til nýyrði og hún veit ekki að hún bjó til nýyrði, hvað þá að hún hafi einhverja leið til að segja til um hvort nýyrðin séu áhugaverð eða ekki.
Sem leiðir okkur að hinum punktinum. Gervigreindin veit ekki af hverju hún gerir það sem hún gerir. Öll (mannleg) sköpun er full af ákvörðunum og það að einhver manneskja valdi að hafa hlutina svona en ekki hinsegin er eitt af því sem gerir list svo áhugaverða, enda byggir nær öll umræða um list á því. Af hverju valdi málarinn þennan lit? Meinar hann eitthvað með því? Og ef svo er af hverju vill hann koma þeirri hugsun frá sér? Af hverju orðaði rithöfundurinn þetta svona? Hvaða sköpunarferli átti sér stað þannig að sinfóníur Beethovens urðu til? Hvernig datt FKA Twix í hug allt þetta brjálaða stöff sem er í gangi í nýja Eusexua myndbandinu? Við fáum ekki endilega svör við þessum spurningum og fleiri en við getum alla vega spurt þeirra og rætt þær þannig að þær hafi einhverja merkingu. En spurningin "hvað meinar gervigreindin með línunni "Hjartað er til leigu aftur"?" er algjörlega merkingarlaus því gervigreindin er alls ófær um að meina eitt né neitt. Hún veit ekki af hverju hún sagði þetta og ef þú spyrð færðu annað merkingarlaust svar. Að textahöfundur geti orðað þínar eigin hugsanir sem þú komst ekki í orð er galdur og galdurinn felst m.a. í því að vita að það sé önnur manneskja hinum megin sem hugsar eins og þú, sem líður eins og þér. En þessi galdur hverfur um leið og þú veist að það var gervigreind sem bjó til textann, því gervigreind hugsar ekki og gervigreind líður ekki á neinn hátt.
Ég er meira og minna sammála öllu sem hér kemur fram.
Spunagreindar-gimmikkið er svo fljótt að þreytast, hvort sem það er ChatGPT eða Suno. Eftir smástund gleymir maður hvað þetta er háþróað verkfræðiundur og bölvar því hvað þetta er ófrumlegt drasl.
En svo er það spurning með hugtök eins og “frumleiki” - hvað þýðir það í raun og veru? Þórhallur Magnússon brást við mikið af þessum punktum í viðtalinu núna á þriðjudag.
En mér fannst hann samt vera á báðum áttum með frumleikann, hvort að öll mennsk tónlist sé ófrumleg því við erum alltaf að vinna inn í ákveðin form og lögmál tónlistarinnar, eða hvort að það séu sumir að gera raunverulega frumlega tónlist. Semsagt, er frumleiki hugtak sem við ættum að senda á haugana ásamt öðrum rómantískum orðaforða: authentic, snillingur, innblástur. Eða verðum við að halda í það til að skilja okkur frá vélunum?
Og já, góður punktur með mistökin. Er það ekki kúnstin núna ef maður ætlar að gera eitthvað skapandi með gervigreind? Að finna brestina í forritunum og leika sér með þá.
Heldur betur verkfræðilegt undur og með óendanlega notkunarmöguleika sem við erum örugglega varla byrjuð að átta okkur á. En sem tæki til að skapa áhugaverð fullmótuð listaverk á ég erfitt með að sjá enn sem komið er.
Ég held að "frumleiki" sé gagnlegt hugtak en er samt alls ekki á þeim buxunum að allt sem er frumlegt sé gott eða að allt sem er gott þurfi nauðsynlega að vera frumlegt. Svo er eitt að segja að einstaklingur sé frumlegur og annað að segja að verk sé frumlegt, eða jafnvel einstakir þættir verks. Þú getur samið tónlist sem passar inn í ákveðið ófrumlegt form en frumleikinn birst í t.d. hljóðfæraskipan, raddbeitingu eða textagerð.
Það er svosem alveg hægt að henda hugtakinu "frumleiki" á haugana ásamt öllum farangrinum sem því fylgir en ég held að fólk muni alltaf leita að list sem lætur þau hugsa "bíddu, þetta er eitthvað nýtt".
Takk fyrir skemmtilega síðastliðna viku og sérstaklega þáttinn um gervigreindartónlistina! Það er efni sem ég hef mjög gaman af því að velta fyrir mér, eins og sést af þessari langloku hér fyrir neðan.
Nú er ég ekki búinn að lesa facebook þráðinn svo eflaust er ég að endurtaka einhverjar pælingar þaðan en það er gaman að þið hafið búið hérna til umræðuvettvang fyrir efni þáttarins svo ég gríp tækifærið. Eins og þetta blasir við mér er tvennt sem stendur upp úr og í vegi fyrir því að gervigreindar(tón)list geti staðið jafnt mennskri (tón)list. Annars vegar það hve (enn sem komið er a.m.k.) ótrúlega andlaus og ófrumleg gervigreindarsköpuð tónlist er. Ég bað Suno um að skapa fyrir mig "A classical clarinet solo piece with piano accompaniment and some electronic components. It should be inspired by mid-century experimental electronic music but also contain some wholly original ideas". Bókstaflega ekkert af þessu kom fram og lagið varð bara einhver instrumental metall. Sérstaklega varð ég ekki var við "wholly original ideas" partinn, enda er gervigreind svo gott sem ófær um nokkuð algjörlega frumlegt. Hún er hönnuð til að spá fyrir um hvað kemur næst út frá því hvað gögnin sem hún er þjálfuð á segja að passi. Sem er akkúrat öfugt við það að vera frumlegur, þar sem markmiðið er einmitt að gera það sem passar ekki við það sem kom á undan, þangað til það gerir það.
Og þegar gervigreindin gerir eitthvað sem hægt er að kalla frumlegt er það alltaf bara litlir bútar af tilviljunum. Partur af laglínu sem hljómar áhugaverð, nú eða lítill textabútur: "Hjartað er til leigu aftur". Gervigreindin veit ekki að hún gerði nokkuð frumlegt. Oft er hún í raun að gera mistök en hún veit ekki að hún gerði mistök og veit ekki að mistökin eru áhugaverð. Rétt eins og þegar elsku íslenska ChatGBT dreifir nýyrðum um textann sinn eins og kókos á skúffuköku. Hún ætlaði ekki að búa til nýyrði og hún veit ekki að hún bjó til nýyrði, hvað þá að hún hafi einhverja leið til að segja til um hvort nýyrðin séu áhugaverð eða ekki.
Sem leiðir okkur að hinum punktinum. Gervigreindin veit ekki af hverju hún gerir það sem hún gerir. Öll (mannleg) sköpun er full af ákvörðunum og það að einhver manneskja valdi að hafa hlutina svona en ekki hinsegin er eitt af því sem gerir list svo áhugaverða, enda byggir nær öll umræða um list á því. Af hverju valdi málarinn þennan lit? Meinar hann eitthvað með því? Og ef svo er af hverju vill hann koma þeirri hugsun frá sér? Af hverju orðaði rithöfundurinn þetta svona? Hvaða sköpunarferli átti sér stað þannig að sinfóníur Beethovens urðu til? Hvernig datt FKA Twix í hug allt þetta brjálaða stöff sem er í gangi í nýja Eusexua myndbandinu? Við fáum ekki endilega svör við þessum spurningum og fleiri en við getum alla vega spurt þeirra og rætt þær þannig að þær hafi einhverja merkingu. En spurningin "hvað meinar gervigreindin með línunni "Hjartað er til leigu aftur"?" er algjörlega merkingarlaus því gervigreindin er alls ófær um að meina eitt né neitt. Hún veit ekki af hverju hún sagði þetta og ef þú spyrð færðu annað merkingarlaust svar. Að textahöfundur geti orðað þínar eigin hugsanir sem þú komst ekki í orð er galdur og galdurinn felst m.a. í því að vita að það sé önnur manneskja hinum megin sem hugsar eins og þú, sem líður eins og þér. En þessi galdur hverfur um leið og þú veist að það var gervigreind sem bjó til textann, því gervigreind hugsar ekki og gervigreind líður ekki á neinn hátt.
Takk fyrir kommentið!
Ég er meira og minna sammála öllu sem hér kemur fram.
Spunagreindar-gimmikkið er svo fljótt að þreytast, hvort sem það er ChatGPT eða Suno. Eftir smástund gleymir maður hvað þetta er háþróað verkfræðiundur og bölvar því hvað þetta er ófrumlegt drasl.
En svo er það spurning með hugtök eins og “frumleiki” - hvað þýðir það í raun og veru? Þórhallur Magnússon brást við mikið af þessum punktum í viðtalinu núna á þriðjudag.
https://www.ruv.is/utvarp/spila/lestin/23619/7hr9cf
En mér fannst hann samt vera á báðum áttum með frumleikann, hvort að öll mennsk tónlist sé ófrumleg því við erum alltaf að vinna inn í ákveðin form og lögmál tónlistarinnar, eða hvort að það séu sumir að gera raunverulega frumlega tónlist. Semsagt, er frumleiki hugtak sem við ættum að senda á haugana ásamt öðrum rómantískum orðaforða: authentic, snillingur, innblástur. Eða verðum við að halda í það til að skilja okkur frá vélunum?
Og já, góður punktur með mistökin. Er það ekki kúnstin núna ef maður ætlar að gera eitthvað skapandi með gervigreind? Að finna brestina í forritunum og leika sér með þá.
Heldur betur verkfræðilegt undur og með óendanlega notkunarmöguleika sem við erum örugglega varla byrjuð að átta okkur á. En sem tæki til að skapa áhugaverð fullmótuð listaverk á ég erfitt með að sjá enn sem komið er.
Ég held að "frumleiki" sé gagnlegt hugtak en er samt alls ekki á þeim buxunum að allt sem er frumlegt sé gott eða að allt sem er gott þurfi nauðsynlega að vera frumlegt. Svo er eitt að segja að einstaklingur sé frumlegur og annað að segja að verk sé frumlegt, eða jafnvel einstakir þættir verks. Þú getur samið tónlist sem passar inn í ákveðið ófrumlegt form en frumleikinn birst í t.d. hljóðfæraskipan, raddbeitingu eða textagerð.
Það er svosem alveg hægt að henda hugtakinu "frumleiki" á haugana ásamt öllum farangrinum sem því fylgir en ég held að fólk muni alltaf leita að list sem lætur þau hugsa "bíddu, þetta er eitthvað nýtt".
Frábær pistill hjá Hauki Má í vikunni! Takk f mig - kv hollvinur Lestarinnar